Skuldir Sandgerðisbæjar sem hlutfall af heildartekjum var 388% í árslok 2011 en var 455% árið áður. Í nýjum sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að sveitarfélög skuldi ekki meira en sem nemur 150% af heildartekjum.

Skuldir bæjarins í árslok námu um 5,2 milljörðum hjá A og B hluta. Eignir námu um 6 milljörðum króna.

Ársreikningi var skilað fyrir hálfum mánuði. Sigrún Árnadóttir er bæjarstjóri Sandgerðisbæjar.

Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir og fjármagnsliði var neikvæð um 447 milljónir. Fjármögnunarhreyfingar námu 475 milljónum og var gengið á handbært fé til greiðslu afborgana. Í tilkynningu til Kauphallar segir að á árinu 2011 hafi verið unnið að endurskipulagningu og að ársreikningurinn beri keim af þeim miklu aðhaldsaðgerðum.