Heildarskuldir sjávarútvegsins hafa lækkað úr 550 milljörðum króna í 410 milljarða á síðastliðnum þremur árum. Þetta jafngildir 25% lækkun frá árinu 2009.

Þetta kemur fram í umfjöllun Fiskifrétta um erindi Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi samtakanna á dögunum. Nýjasta tölublað Fiskifrétta fylgir Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.