Spænsk bæjarfélög fara ekki varhluta af efnahagsástandinu í landinu.  Þegar fasteignamarkaðir blómstruðu jukust tekjur bæjarfélaganna mikið.  Nú blasir mikill niðurskurður við íbúum þeirra. Þetta kemur fram á vef WSJ.

Samkvæmt upplýsingum frá spænska seðlabankanum eru skuldir 8.000 sveitarfélaga um 36 milljarðar evra, eða sem nemur 5.500 milljörðum króna. Stór hluti þessara skulda, eða um þriðjungur, eru skammtímaskuldir við birgja og önnur einkafyrirtæki. Það hefur valdið fyrirtækjunum vandræðum við að greiða starfsmönnum sínum laun.

Blaðið tekur dæmi af bænum Brunete rétt utan við Madrid.  Þar hefur þurft að skera niður kostnað við bókasafn bæjarins ýmsa þjónstu.  Fallið hefur verið frá því að laga þakið á ráðhúsi bæjarins og óttast er að bæjarfélagið geti á næstunni ekki greitt starfsmönnum sínum laun.

Giada Giani, hagfræðingur hjá Citigroup í Lundúnum, sagði í samtali við WSJ að skuldakrísa ríkissjóða Evrópu væri ekki lokið.