Skuldsetning sænska ríkisins minnkar hratt og verður um 15% af vergri landsframleiðslu þar í landi árið 2011, að sögn forsætisráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt.

Búist er við að skuldir ríkisins minnki niður í 32% af landsframleiðslu á þessu ári og 28% árið 2009.

Á síðasta ári námu skuldir sænska ríkisins 38% af landsframleiðslu þar í landi, en stjórnvöld seldu hluti sex fyrirtækja í eigu ríkisins og náðu skuldunum þannig niður í 32%.

Sænska ríkisstjórnin hefur lofað tekjuskattslækkun á næsat ári. Vonast er til að það virki sem vítamínsprauta á efnahagskerfið, en reiknað er með að hagvöxtur minnki niður í 2,1% á þessu ári og 1,8% á því næsta, en hagvöxtur í Svíþjóð var 2,8% árið 2007.

Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.