Skuldir Stoða, sem áður hét FL Group, voru færðar niður um 225 milljarða króna á árinu 2009. Skilanefnd Glitnis, Nýi Landsbankinn og Arion banki eignuðust samtals 67% hlut í félaginu í kjölfar nauðasamninga og fjárhagslegrar endurskipulagningar sem fram fór í fyrra.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Stoða fyrir árið 2009. Um er að ræða stærstu staðfestu niðurfærslu á lánum til íslensks fyrirtækis, ef föllnu bankarnir eru frátaldir.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .