„Heildarskuldir fyrirtækja vaxa nú nokkuð hratt,“ segir í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í vikunni.

Stofn útlána fyrirtækja reiknaður á föstu gengi hefur vaxið um 10% síðastliðið ár sem er töluvert meiri ársvöxtur en á fyrri helmingi ársins samkvæmt því sem fram kemur í síðustu fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans. Nefndarmenn voru sammála um að útlánavöxturinn gæti verið hættumerki sem fylgjast þurfi með.

Þá hafi skuldir heimilanna tekið að aukast á ný síðustu mánuði eftir miklar skuldaniðurgreiðslur síðustu ár.

Húsnæðisskuldir drífi áfram útlánavöxtinn heimilanna sem enn séu að borga nið­ ur önnur lán en húsnæðislán. Alls jókst stofn útlána til heimila um 5% síðasta árið og 7,3% til atvinnufyrirtækja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .