*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 22. desember 2007 15:19

Skuldir verið greiddar hratt niður

Ritstjórn

Ef miðað er við að arðgreiðsla næsta árs verði um 300 milljónir punda hafa eigendur Iceland fengið um 660 milljónir punda í arðgreiðslur frá því þeir eignuðust félagið í ársbyrjun 2005, eða 83-84 milljarða króna. Miðað við eignaskiptingu Iceland er hlutur Baugs Group í þeirri upphæð 33,2-33,6 milljarðar króna, hlutur Fons 24,5-25,2 milljarðar króna og lykilstjórnendur sem eiga samtals 30% hlut fá sömuleiðis 24,5-25,2 milljarða í arðgreiðslur á umræddu tímabili, þ.e. 36 mánuðum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var innri vöxtur Iceland 20% fyrsta árið, 15% annað árið og yfir 10% á þessu ári, sem teljast verður afbragðs árangur í ljósi ríkjandi samdráttar í verslun í Bretlandi. Hagnaður rekstrarársins 2006-2007, sem lauk í vor, var 94 milljónir punda, eða 60% hagnaðaraukning frá fyrra ári. Til viðmiðunar má benda á að hagnaður fyrirtækisins var um 20 milljónir punda árið áður en Baugur og félagar eignuðust Iceland, en stefnir samkvæmt heimildum blaðsins í 120-130 milljónir punda.

Nánar er fjallað um Iceland í Viðskiptablaðinu um helgina. Áskrifendur geta nálgast skjalið á pdf skjali hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann með því að senda tölvupóst á vb@vb.is.