Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.434 milljarðar króna í lok fjórða ársfjórðungs 2011 en skuldir voru 13.661 milljarðar. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 9.227 milljarða. Skuldirnar hafa lækkað talsvert síðan í hruninu á þriðja ársfjórðungi 2008 en þá var hrein staða við útlönd neikvæð um 10.244 milljarða króna.

Á vef Seðlabanka Íslands hefur nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2011 og stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þar kemur fram að viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 48,9 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi samanborið við 8 milljarða hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan.

Talnaefni um erlenda stöðu þjóðarbúsins má skoða nánar hér