Skuldir tveggja félaga sem halda utan um Víkingaheima í Reykjanesbæ munu lækka um 60-70% samkvæmt uppgjörssamkomulagi þeirra við stærsta eiganda sinn, Reykjanesbæ, og lánardrottinn, Landsbankann að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Félögin tvö, sem heita Íslendingur ehf. og Útlendingur ehf., skulduðu samtals um 620 milljónir króna í lok árs 2010. Í uppgjörinu mun Reykjanesbær breyta rúmlega 100 milljóna króna skuld félaganna við sig í nýtt hlutafé og eignast við það 99% eignarhlut í Íslendingi, sem er móðurfélag Útlendings. Landsbankinn mun á móti lækka skuldir samstæðunnar um nokkur hundruð milljónir króna.

Víkingaheimasafnið var opnað sumarið 2009. Það hýsir víkingaskipið Íslending, sem Reykjanesbær keypti árið 2002 af Gunnari Marel Eggertssyni, sem smíðaði skipið. Rekstur safnsins hefur verið í tveimur félögum: Íslendingi, sem sér um rekstur og á skipið sjálft, og Útlendingi, sem var stofnað utan um byggingu Víkingaheima