Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjkaþings áætlar að skuldir alríkissjóðsins verði komnar í 75% af vergri landsframleiðslu í lok ársins. Voru þær 40% í árslok 2008, en Barack Obama tók við embætti forseta 20. janúar 2009.

Er þetta hæsta hlutfall skulda frá lok seinni heimstyrjialdarinnar.

Líklegt er að bæði demókratar og repúblíkanar muni nota tölurnar máli sínu til stuðnings. Þeir fyrrnefndu til stuðnings niðurfellingu á skattalækkunum frá valdatíð Georg Bush. Þeir síðarnefndu til að lækka ríkisútgjöld.

Barack Obama og Mitt Romney eru nánast jafnir samkvæmt nýjustu könnun Gallup í Bandaríkjunum, Obama með 46% og Romney með 45%. Er það innan vikmarka sem eru -/+2%.

Forsetakosningar verða haldnar 6. nóvember næstkomandi.