Engar eignir fengust upp í 1.659 milljóna króna kröfur í þrotabú eignarhaldsfélagsins Perla Borgarnes. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Eftir því sem fram kemur á vef DV var félagið í eigu Atlantic Service & Supply á Íslandi ehf. Það félag er svo í eigu Helgu Bjarkar Sigurðardóttur. Perla Borgarnes átti sumarhúsalóðir í Borgarbyggð, sem voru samanlagt metnar á 60 milljónir rúmar í nýjasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2010.

Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2010 skuldaði Perla Borgarnes 53 milljónir í lok þess árs. Kröfur í búið eru margfalt hærri en það núna þremur árum seinna, eða 1.659 milljónir.