Breytingar þær sem gerðar voru á Dagsbrún í síðustu viku hljóta að verða að teljast tíðindi undanfarinna vikna í Kauphöllinni, jafnvel þó við séum búin að sjá stærstu nýskráningu kauphallarinnar (Exista) og velheppnað hlutafjárútboð Marels.

Segja má að viðskiptahugmyndin að baki Dagsbrúnar hafi verið tekin og hrist í sundur enda virtist félagið vera að kikna undan eigin skuldastöðu. Það hlýtur einnig að vekja athygli að stærstu hluthafar kjósa að fara þessa leið en ekki styrkja félagið með nýju hlutafé. Það sýnir líklega betur en margt annað vantrú þá sem upp er risin gagnvart viðskiptamódeli Dagsbrúnar.

Það sem rak Dagsbrún til að skipta félaginu í tvö skráð félög var einkum tvennt, segja heimildir Viðskiptablaðsins. Í fyrsta lagi var félagið gagnrýnt fyrir að það vantaði fókus, það væri orðið að samsteypu (e. conglomerate), þ.e.a.s. fyrirtæki í margvíslegum rekstri frekar en markvissum rekstri. Í öðru lagi var efnahagsreikningur félagsins mjög þungur því Dagsbrún hafði fengið mikið af viðskiptavild með þeim fyrirtækjum sem keypt voru með því að yfirtaka skráð félög. Það var því mikill vilji til að minnka efnahagsreikning félagsins. Heimildir Viðskiptablaðsins segja að lengi vel hafi eingöngu verið skoðaður sá möguleiki að selja fasteignir og Opin Kerfi Group (OKG) en inni í reikningum Kögunar var mikil viðskiptavild samfara kaupunum á OKG, svo mikil að nam mörgum milljörðum.

Ítarleg fréttaskýring birtist í Viðskiptablaðinu í dag.