Á skömmum tíma hafa nokkur af stærstu bílaumboðum landsins skipt um hendur eftir að hafa lent í höndum kröfuhafa, einkum viðskiptabankanna þriggja. Önnur bílaumboð hafa gengið í gegnum þvottavél kröfuhafa, fengið hluta skulda sinna afskrifaðan en eru enn í eigu gömlu eigendanna. Þá eru bílaumboð sem hvorki hafa verið tekin yfir af kröfuhöfum né fengið skuldir afskrifaðar, að því er best verður komist að. Því er ekki úr vegi að skoða stöðu bílaumboðanna á Íslandi, eða þeirra sem hægt er að skoða, því ekki er að finna fjárhagsupplýsingar um þau öll. Eigið fé sjö af stærstu bílaumboðum á Íslandi var neikvætt um samtals 13,3 milljarða króna í árslok 2010. Tvö bílaumboð til viðbótar, Hekla og Bílabúð Benna, hafa ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2010.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.