Stjórnvöld í helstu hagkerfum heims hafa brugðist við fjármálakreppunni og efnahagsniðursveiflunni henni samfara með því að auka ríkisútgjöld.

Útgjaldaaukningin er tilkomin vegna kostnaðar á björgunaraðgerðum á fjármálamörkuðum, fjármögnun halla á ríkisfjárlögum og efnahagsaðgerðum til þess að örva eftirspurn.

Fram kemur í grein eftir Peter Cooper, sem birtist í veftímaritinu Seeking Alpha, að hugsanlega muni ríkisstjórnir heims þurfa að afla sér 6 þúsund milljarða Bandaríkjadala á skuldabréfamörkuðum á næstunni til þess að standa straum af kostnaðinum.

Ljóst er að enginn skortur verður á framboði ríkisskuldabréfa á næstu árum og mun sú staðreynd hafa veigamikil áhrif á fjármálamarkaði og hagkerfi heimsins.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .