Það er ekki bara á Íslandi sem gengi hlutabréfa hefur hríðfallið með tilheyrandi vandræðum fyrir skuldsetta fjárfesta. Talið er að niðursveiflan á danska hlutabréfamarkaðinum hafi komið mjög illa við um 20 til 30 þúsund Dani sem hafi notfært sér tilboð bankanna um fjárfestingalán.

Í frétt Børsen er haft eftir Claus Silfverberg, forstjóra ráðgjafar- og fjárfestingafélagi lífeyrssjóða, að af þeim 1,3 milljónum Dana sem hafi fjárfest í hlutabréfum megi ætla að um 2-3% hafi valið að skuldsetja sig vegna kaupanna. "Margir bankar hafa náð árangri í að lokka fólk út á þennan þunna ís. Menn auka möguleikana á að græða fé en menn auka líka áhættuna. 99% af þeim sem hafa notfært sér þessa leið hafa tapað fé, segir Silfverberg.