Framtalsfrestur einstaklinga hjá ríkisskattstjóra rennur út í dag. Þeir sem ekki hafa lokið skattframtölum geta þó sótt um viðbótarfrest. Sjaldan hefur verið auðveldara að ganga frá framtalinu og var svo á síðasta ári að um 66.000 einstaklingar nýttu sér svokallað einfalt framtal og auk þess gerðu 30.000- 40.000 einstaklingar lítið annað en að opna venjulegt framtal og staðfesta. Um 260 þúsund framteljendur eru á skrá hjá skattstjóra.

„Skattskil ganga mjög vel. Á þriðjudagseftirmiðdag voru 63.297 framtöl sem hafði verið skilað og það er mjög svipað magn og á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann bætir við að margir hafi sótt aðstoð á skrifstofu ríkisskattstjóra. „Á mánudag heimsóttu okkur hátt í 900 manns. Á venjulegum degi eru gestirnir200 til 300.“