Flugfélagið Wow air kynnti í gær nýja flugvél sem fékk nafnið Freyja á Reykjavíkurflugvelli í gær. Wow air festi nýlega kaup á tveimur Airbus A321 flugvélum og nemur listaverð þeirra um það bil 30 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Fyrri vélinni var flogið yfir Reykjavík seinni partinn í gær og lenti á Reykjavíkurflugelli. Þar gáfu Dorri Moussaieff og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði henni nafnið Freyja við hátíðlega athöfn.

„Það var stórkostlegt að sjá glænýju flugvélina okkar lenda á Reykjavíkuflugvelli í litum WOW air. Þetta eru tímamót í sögu félagsins og það er sannarlega ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjustu flugvélarnar á Íslandi. Nýju Airbus A321 flugvélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en eldri vélar og mun þetta gera okkur kleift að bjóða enn lægri fargjöld í framtíðinni,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.

Nýju vélarnar verða notaðar í flugi til Norður-Ameríku en í dag hefst flug til Boston. Í maí hefur flugfélagið einnig ferðir til Boston.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)