*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 27. janúar 2018 11:09

Skúli eykur hlutafé Wow um milljarð

Skúli Mogensen, breytti milljarða láni til Wow air í hlutafé í nóvember til að styrkja efnahag flugfélagsins.

Ingvar Haraldsson
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, breytti milljarða króna láni til flugfélagsins Wow air í hlutafé í byrjun nóvember 2017. „Félagið er að vaxa mjög mikið og þetta er eðlileg þróun við að styrkja efnahagsreikning félagsins,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, í skriflegu svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Eiginfjárhlutfall Wow air var 16% í árslok 2016 samkvæmt síð­asta birta uppgjöri Wow air. Eigið fé Wow air nam þá 5,9 milljörð­ um króna, skuldir 31,7 milljörðum króna og eignir 37,6 milljörðum króna.

Gefa ekki upp eiginfjárhlutfall

Í viðtali við Áramót, tímarit Við­skiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sagði Skúli að eiginfjárgrunnur Wow air væri lágur miðað við stærð félagsins.

„Ég er því að horfast í augu við að til að halda áfram þessum vexti þá væri það of óábyrgt að styrkja stoðirnar ekki enn frekar heldur búa þannig um hlutina að við getum haldið áfram þó að það kæmi eldgos eða óvæntir atburðir,“ sagði Skúli. Svanhvít segir Wow ekki gefa upp hvert eiginfjárhlutfall fyrirtækisins sé eftir hlutafjáraukninguna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Skúli Mogensen Wow air
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is