*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 29. nóvember 2018 08:44

Skúli fái ekkert endurgjald fyrir WOW air

Niðurstöður áreiðanleikakönnunar benda til þess að endurgjaldið sem Skúli fái fyrir WOW air verði hverfandi eða ekkert.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.
Haraldur Guðjónsson

Niðurstöður áreiðanleikakönnunar sem Deloitte og lögmannsstofan Logos hafa unnið á fyrirhuguðum kaupum Icelandair á WOW air benda til þess að endurgjaldið sem Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, verði hverfandi eða ekkert. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 

Jafnframt kemur fram að staða reksturs WOW air sé mun verri en gengið var út frá þegar kaupsamningur var handsalaður. Versnandi stöðu félagsins má meðal annars rekja til þes að bókanastaða fyrirtækisins hefur farið versnandi að undanförnu en ástæðan fyrir því er talin vera sú að neytendur séu meðvitaðir um veika stöðu flugfélagsins.

Stikkorð: Skúli Mogensen WOW air
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is