Títan fjárfestingafélag, sem er í eigu Skúla Mogensen, flutti um 300 milljónir króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Að Sögn Skúla er fjárinnstreymið liður í áframhaldandi uppbyggingu Títans og tengdra félaga. Hann segir peningana ekki eyrnamerkta einni eign en meðal eigna er kjölfestuhlutur í MP banka og Wow air.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Skúla. Með fjárfestingarleiðinni geta fjárfestar skipt gjaldeyri fyrir krónur á útboðsgengi, sem er hagstæðara en skráð gengi Seðlabankans, komi þeir með helming fjárhæðarinnar á skráðu gengi.