Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar.

Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Minnesotaháskóla. Hann sat á Alþingi kjörtímabilið 2009 til 2013 og var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá 2006 til 2009.

Skúli er fimm barna faðir og kvæntur  Önnu-Lind Pétursdóttur, dósent í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.