Fjárfestingafélag í eigu Skúla G. Sigfússonar, sem er hvað þekktastur fyrir að vera einn af eigendum Subway á Íslandi, hefur boðið best í jörðina Fell við Jökulsárlón. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Brátt mun söluferli jarðarinnar ljúka og eftir það mun sýslumaður taka afstöðu til þeirra tilboða sem liggja fyrir. Fell er á austurbakka Jökulsárlóns, þar sem að siglt er út á lónið. Í dag var tilkynnt um ný tilboð í jörðina. Það hæsta af þessum nýju tilboðum er frá fjárfestingafélagi Skúla. Það hljóðaði upp á 1.170 milljónir.

Einnig endurnýjaði Gísli Hjálmtýsson hjá Thule Investments tilboð upp á 1,1 milljarð. Þriðja tilboðið er endurnýjað tilboð frá Landsbréfum upp á 750 milljónir króna.