Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway, og fleiri fjárfestar hafa keypt fyrirtækið Eggert Kristjánsson, ehf, fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu til matvöruverslana, veitingahúsa og annarra aðila. Kaupverð er trúnaðarmál.

Fram kemur í Morgunblaðinu að með Skúla kaupa fyrirtækið þeir Hallgrímur Ingólfsson, áður stærsti hluthafi Byggt og búið, og Páll Hermann Kolbeinsson framkvæmdastjóri. Þeir kaupa fyrirtækið í gegnum Leitni eignarhaldsfélag. Skúli segir í samtali við Morgunblaðið ekki er gert ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum í rekstri Eggerts Kristjánssonar g mun Gunnar Aðalsteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Eggerts Kristjánssonar hf., starfa áfram fyrir félagið.