Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, hefur verið kjörinn ríkisendurskoðandi til næstu sex ára en hann tekur við af Sveini Arasyni sem gegnt hefur stöðunni undanfarinn áratug.

Skúli Eggert hefur verið ríkisskattstjóri frá árinu 2006 en hann var kjörinn með 50 samhljóða atkvæðum á þingfundi í dag. Hann mun hefja störf þann 1. maí næstkomandi.

Skúli Eggert verður því fjórði maðurinn til þess að gegna embætti Ríkisendurskoðanda frá því að embættið tók til starfa árið 1987.