Formannsskipti urðu í Félagi íslenskra stórkaupmanna á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrr í dag. Pétur Björnsson lét af formennsku eftir fjögurra ára setu í embætti og átta ár alls í stjórn FÍS og við tók Skúli J. Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís ehf.

Skúli hefur verið í stjórn FÍS frá árinu 2002, fyrst sem varamaður og síðar sem aðalmaður. Hann hefur, auk starfa sem framkvæmdastjóri, verið virkur í æskulýðs-, unglinga- og íþróttastarfi. Hann var til að mynda formaður bakvarðasveitarinnar þegar Haraldur Örn Ólafsson gekk á Norðurpólinn.

Skúli J. Björnsson: ?Hlutverk FÍS er meðal annars að gæta hagsmuna félagsmanna með því að stuðla að heilbrigðum verslunarháttum. Nú sem áður er það mikið hagsmunamál fyrir FÍS og ekki síður allan almenning að við rækjum þetta hlutverk vel. Það er mér heiður að taka við embætti formanns í Félagi íslenskra stórkaupmanna.?