Kröfur Skúla Mogensen og félaga honum tengdum í þrotabú WOW air nema um 3,8 milljörðum króna samkvæmt kröfuskrá búsins sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Lýstar kröfur í þrotabúið nema samtals um 138 milljörðum króna.

Kröfur Skúla koma frá þremur félögum í hans eigu og svo frá honum sjálfum. Fasteignafélagið TF KEF ehf. sem er í eigu Títan Fasteigna gerir samtals kröfu upp á 1.031 milljónir. Annars vegar gerir félagið 18,6 milljóna forgangskröfu skv. 109. grein laga laga um gjaldþrotaskipti en hins vegar er um að ræða  almenna kröfu upp á samtals rúmlega milljarð króna.

Sjá einnig: Stærstu kröfuhafar Wow air

Almennar kröfur Títan Fjárfestingafélags nema samtals tæplega 1,2 milljörðum króna auk þess sem félagið Títan B er með almenna kröfu upp á 789 milljónir.

Sjá einnig: Kröfur í þrotabú Wow 138 milljarðar

Þá gerir Skúli sjálfur kröfu upp á 22 milljónir samkvæmt 112. laganna sem snúa að launum auk þess sem almenn krafa í hans nafni hljóðar upp á 775 milljónir króna.