*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 24. maí 2019 11:32

Skúli með framsögu á Startup Iceland

Þetta er annað árið í röð sem Skúli er meðal frummælenda á viðburðinum.

Ritstjórn
Skúli við eina af Airbus A321 þotum Wow air.

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, verður meðal framsögumanna á Startup Iceland 2019. Ráðstefnan fer fram í Hörpu mánudaginn 3. júní næstkomandi.

Stjórnandi Startup Iceland er fjárfestirinn Bala Kamallakharan en í yfirliti hans um Skúla segir að hann sé afar ánægður með að hafa fengið forstjórann fyrrverandi til að halda tölu á samkomunni.

„Ég trúi því að við getum öll lært af reynslu hans og þá sérstaklega frumkvöðlar. Það er einnig mikilvægt fyrir „Startup“ samfélagið að átta sig á því að það er mjög, mjög erfitt að stofna og byggja upp fyrirtæki. Ef það mistekt þá ættum við að minnast þess og hvetja frumkvöðulinn til að reyna aftur með það að marki að skapa verðmæti fyrir veröldina,“ segir í kynningu Kamallakharan um Skúla.

Þetta er annað árið í röð sem Skúli er meðal frummælenda á viðburðinum. Hér að neðan má sjá erindi hans frá því í fyrra en það byrjar 12:10.

Stikkorð: Skúli Mogensen Wow
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is