*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 10. mars 2018 15:29

Skúli með SAS í sigtinu

Skúli Mogensen segir SAS næst í röðinni eftir að Wow air tók fram Icelandair sem stærsta flugfélag landsins.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að þar sem Wow air sé orðið stærra flugfélag en Icelandair, sé skandinavíska flugfélagið SAS næst í röðinni. 

Skúli greinir frá þessu í lokaðri færslu á Facebook þar sem hann þakkar fyrir þær viðtökur sem Wow air hafi fengið og tengir við frétt um að Wow hafi haft flutt fleiri farþega en Icelandair á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs.

Tekjur SAS námu yfir 500 milljörðum króna á síðasta ári. Samkvæmt tekjuspá Wow air sem birtist í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, munu tekjur Wow air nema um 700 milljónum dollara á þessu ári eða um 70 milljörðum króna.