Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, biður fólk um að staldra við og kanna fyrri verkefni Silicor Materials. Hann vekur upp efasemdir um trúðverðugleika fyrirtækisins sem stefnir að uppbyggingu í Hvalfirði. Þetta kemur fram í pistli hans á Kjarnanum.

„Staðreyndin er sú að Silicor Materials sem áður hét Calisolar hefur áður verið með miklar yfirlýsingar um stór áform sem síðan ekkert hefur orðið úr.  Í Mississippi fylki átti að skapa hundruði starfa og fjárfesta fyrir tugi milljarða en ekkert varð úr því frekar en í Ohio fylki þar sem Silicor Materials sem hét þá Calisolar hafði farið af stað með svipuð loforð skömmu áður.  Í báðum tilfellum voru þarlend yfirvöld búin að eyða miklum tíma og fjármunum í að undirbúa samstarfið enda í góðri trú um að í vændum væri mikil fjárfesting og atvinnuuppbygging. Erum við, Íslendingar núna þriðji aðilinn á fáum árum sem látum draga okkur á asnaeyrum?“

Bætir Skúli svo við að þetta gæti verið með verri dílum Íslandssögunnar.