Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál, en enn er ágreiningur milli embættisins og Skipta, móðurfélags Skipta. Deilt er um hvort félaginu hafi verið heimilt að nota vaxtagreiðslur til frádráttar frá skattgreiðslum.

„En menn geta alltaf haldið uppi ágreiningi fyrir dómi þó að það sé komið fordæmi. Þá geta menn farið aftur í mál og svo framvegis. Það er ekkert sem bannar mönnum að gera það. Þá er bara verið að sóa tíma dómstólanna,“ segir Skúli Eggert.

Vísar Skúli Eggert þar til nýfallins dóms í svokölluðu Toyota-máli, þar sem Hæstiréttur tók undir þann skilning skattstjóra að eftir svokallaðan öfugan samruna væri slíkur frádráttur óheimill. Vill embættið meina að Skipti skuldi um 800 til 1.800 milljónir króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.