Vegna fréttar um ársreikning Títans fjárfestingarfélags, sem birtist í í Viðskiptablaðinu á fimmtudag, hefur Skúli Mogensen, eigandi Títans, sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:


Títan fjárfestingarfélag hefur fjárfest fyrir um 2 milljarða króna í íslensku atvinnulífi a síðustu 18 mánuðum.  Allar fjárfestingar Títans til þessa eru 100% fjármagnaðar af eina eigenda Títans, Skúla Mogensen, með lánum eða eiginfjarframlagi.  Einu skuldir Títans eru við mig, Skúla Mogensen, eða félög sem eru 100% i minni eigu.  Jafnframt skal það  tekið fram að Títan er 100% í minni eigu og það eru engir utanaðkomandi aðilar sem eiga kröfur eða kauprétt á Títan eða hluti okkar i öðrum félögum, svo sem MP banka.

Skúli Mogensen.