*

föstudagur, 27. nóvember 2020
Innlent 24. júní 2015 08:19

Skúli Mogensen og félagar aðeins safnað 50 þúsund

Áheitasöfnun vegna Wow Cyclothon er komin upp í 6,5 milljónir.

Ritstjórn

Lið Skúla Mogensen í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni , sem nefnist WOW strákar, hefur aðeins safnað 50 þúsund krónum í áheit. 

Áheitasöfnunin hefur farið ágætlega af stað og stendur nú í 6,5 milljónum króna. Staða efstu liða er óbreytt frá því í gærkvöldi, en MP banki er efstur með 431.000 krónur.

Mörg lið hafa enn sem komið er safnað litlu. Má það nefna lið Tryggingarmiðstöðvarinnar sem hefur safnað 5.000 krónum, Vodafone RED PRO 12.000 krónum og lið Landsvirkjunnar 18 þúsund, rétt eins og lið Íslandsbanka.

Hjólreiðakeppnin mun standa til föstudags og er líklegt að áheitin munu hækka mikið í dag. Í fyrra söfnuðust 15 milljónir króna í áheitasöfnun WOW Cyclothon.

Hér má heita á liðin, sem eru 115 talsins.