Skúli Mogensen, fjárfestir og einn af eigendum MP Banka, á nú í viðræðum við slitastjórn og kröfuhafa Glitnis um að kaupa Íslandsbanka ásamt nokkrum öðrum fjárfestum, að því er segr í frétt DV í dag. Þar segir jafnframt að viðræðurnar séu, enn sem komið er, óformlegar.

Fjárfestarnir sem sagðir eru renna hýru auga til Íslandsbanka ásamt Skúla eru nokkrir aðrir eigendur MP Banka, meðal annars Rowlands-fjölskyldan breska, en einnig aðrir fjárfestar sem ekki eru í eigendahópi MP Banka.

Viðræðurnar um hugsanleg kaup fjárfestahópsins á Íslandsbanka munu meðal annars hafa ratað til starfsmanna stjórnsýslunnar en íslenska ríkið á, sem kunnugt er, ennþá hlut í Íslandsbanka eftir íslenska efnahagshrunið árið 2008.