Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, fór ásamt framkvæmdastjórn félagsins til New York á dögunum til að undirbúa Bandaríkjaflug félagsins. Flugið mun að öllum líkindum hefjast vorið 2014 en félagið hyggst fljúga til tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum.

Á leiðinni út til New York sat Skúli við hliðina á leikaranum Ryan Gosling. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins ræddu þeir saman alla leiðina og voru hinir mestu mátar eftir flugið. Þeir skiptust á sögum frá Kanada en eins og margir vita þá er Ryan fæddur í Kanada og Skúli bjó þar um árabil. Heimildir Viðskiptablaðsins herma einnig að Ryan sé nú staddur á Íslandi á ný vegna þess að klippivinna stendur yfir á nýjustu kvikmynd hans.