Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þremur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og einum af helstu viðskiptavinum bankans, Skúla Þorvaldssyni. Þessu greindi Ríkisútvarpið frá fyrr í dag.

Ákæran snýst um viðskipti félags eða félaga Skúla við Kaupþing á Íslandi og í Lúxemborg. Hreiðar Már Sigurðsson, Guðný Arna Sveinsdóttir og Magnús Guðmundsson eru öll ákærð hjá Kaupþingi. Þessi ákæra er sú fjórða sérstaks saksóknara á hendur Hreiðari og Magnúsi.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. september.