Skúli Mogensen og eiginkona hans, Margrét Ásgeirsdóttir, eru efst á lista Viðskiptablaðsins yfir 170 íslenska auðmenn. Hrein eign þeirra, það eru eignir umfram skuldir, nemur um 7,5 milljörðum króna samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra sem birtar voru í gær. Hjónin greiddu nærri 150 milljónir króna í auðlegðar- og viðbótarauðlegðarskatt fyrir síðasta ár.

Þau bera höfuð og herðar yfir þá sem á eftir fylgja á lista Viðskiptablaðsins, sem er ekki tæmandi en telur alls 170 manns. Á eftir þeim Skúla og Margréti er útgerðarkonan Guð- björg M. Matthíasdóttir. Hrein eign hennar nemur um 4,8 millj- örðum króna.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.