Skúli Gunnar Sigfússon, sem löngum hefur verið kenndur við skyndibitastaðinn Subway, hefur ásamt Sigmari Vilhjálmssyni og fleirum stofnað einkahlutafélagið Stemma ehf. Félagið heldur það utan um áform Skúla og félaga um byggingu á nokkuð þúsund fermetra jarðfræðisetri, afþreyingamiðstöð og veitingaþjónustu undir einu þaki á Hvolsvelli.

Undirbúningur að framkvæmdunum hefur staðið yfir í á annað ár. Á teikniborðinu er bygging afþreyingahús sem mun hýsa upplýsingamiðstöð um jarðsögu- og jarðhræðingar og náttúruhamfarir á Íslandi. Stefnt er að því að opna setrið fyrir gestum og gangandi árið 2016.

Eina eign félagsins sem stendur er þriggja hektara auð lóð við þjóðveg 1 á milli rafstöðvar Rarik og söluskála Bjarkarinnar.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Víkingaveröld reist í Mosfellsdal
  • Stangaveiðifélag Reykjavíkur fagnar 75 ára afmæli
  • Arion banki telur ekki tilefni til að breyta fyrirkomulagi útboða
  • Leiðtogar í viðskiptum þurfa að skiguleggja sig og hafa yfirsýn
  • Ísland er 16. dýrasta land í heimi
  • Bresk stjórnvöld hafa áhyggjur af örum vexti sólarorku
  • Flestar bankastofnanir telja of dýrt að fjármagna sig, samkvæmt niðurstöðum könnunar Deloitte
  • Kostnaður við ferðalög utanríkisráðherra
  • Verðtryggingin er hækja segir Eygló Harðardóttir, sem að þessu sinni er í ítarlegu viðtali
  • Nýr forstjóri Vodafone nýtir sumarið í vinnu
  • Lagaleg óvissa ríkir um innheimtu yfirdráttarvaxta
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem að þessu sinni fjallar um opinber afskipti af húsnæðismarkaði.
  • Óðinn skrifar um útboðið á HB Granda.
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira.