Stefnt er að því að velta  Wow Air í ár verði um tólf milljarðar króna og að félagið verði rekið með hagnaði. Þetta segir Skúli Mogensen, forstjóri fyrirtækisins, segir í viðtali við danska ferðaritið Standby. Greint er frá þessu á vefsíðunni turisti.is .

Í viðtalinu segir Skúli að hann reikni með því að félagið fái flugrekstrarleyfi í september í ár, en nú er Wow Air ferðaskrifstofa sem leigir flugvélar.

Hann bætir því við að vorið 2014 byrji Wow Air að fljúga vestur um haf en vill þó ekki gefa upp hvaða áfangastaðir í Bandaríkjunum verða fyrir valinu. Skúli segir þó að flogið verði til borga sem núna eru hluti að leiðakerfi Icelandair. Þá kemur fram að til greina kemur að notast við Boeing 757 vélar, líkt og Icelandair, í flugi sínu vestur en í dag leigir félagið Airbus A320 vélar.

Athugasemd : Í fyrri útgáfu fréttarinnar kemur fram að haft sé eftir Skúla að félagið hafi silað hagnaði á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Wow air er þar um að ræða misskilning blaðamann Standby, félagið hafi verið rekið með tapi á síðasta ári en stefnt sé að hagnaði í ár. Réttilega kemur fram að Skúli segist aðeins hafa fjárfest í félaginu með sínu eigin fjármagni, einnig við yfirtökuna á Iceland Express sl. haust. Það félag hafi ekki getað haldið verðstríðinu við Wow Air áfram. Wow Air hafi tekið Iceland Express yfir því vasar Skúla hafi verið dýpri.