Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu á Alþingi á næsta kjörtímabili og mun óska eftir stuðningi í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla í dag.

„Ég vil leggja mitt af mörkum til nýrrar atvinnu- og menntastefnu á komandi kjörtímabili með áherslu á þjóðareign á auðlindum, lýðræðis- og stjórnkerfisumbætur, aukið vægi menntamála  og  fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið, ekki síst með eflingu græns hagkerfis og skapandi greina,“ segir Skúli í tilkynningunni.

Skúli var fyrst kjörinn á þing árið 2009. Hann hafði þá verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá árinu 2006.