Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, segir í viðtali við Business Insider UK , að einhvern daginn vilji hann geta boðið upp á frí flug - eða eitthvað nálægt því - einhvern tímann í framtíðinni. Skúli segir að umhverfi ferðaþjónustunnar sé að breytast og stefni í þá átt að flugfargjöld verði ekki aðaltekjulind flugfélaga.

Í staðinn telur hann upp mikilvægi annarra tengdra gjalda og annars kostnaðar, á borð við hótelgjöld, mat og bílaleigna, fari vaxandi og gæti orðið megin tekjulind ferðaþjónustufyrirtækja.

Í viðtalinu er einnig gerð skil ævintýranlegur vöxtur flugfélagsins og lág fargjöld sem að Wow air býður upp á.

Þrátt fyrir að Wow air bjóði upp á lág verð og spari, þar sem hægt er að spara, bætir Skúli við að það séu tveir hlutir þar sem að Wow air kæmi ekki til með að spara; í öryggi og þjónustu. Hann bætir jafnframt við: „Það kostar ekkert að brosa.“