*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 1. nóvember 2014 15:10

Skúli: „Fólk hélt ég væri galinn“

Aldrei hefur verið lággjaldaflugfélag á Íslandi segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.

Edda Hermannsdóttir
Birgir Ísl. Gunnarsson

Flugfélagið WOW air mun reka tíu flugvélar eftir tvö ár ef áætlanir ná fram að ganga. Í dag er félagið með fjórar flugvélar en á næsta ári bætast tvær flugvélar við þegar félagið hefur flug til Norður-Ameríku. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að það hafi tekið tíma að ná tökum á lággjaldastefnunni.

„Það sem maður kannski áttaði sig ekki á þegar við fórum af stað er að það hefur aldrei verið lággjaldaflugfélag á Íslandi. Iceland Express var ekkert skylt við lággjaldastefnu þótt félagið væri að bjóða að einhverju leyti lægri verð en Icelandair. Grunnhugmyndafræðin er að selja fyrst og fremst í gegnum netið, ekki vera með starfsemi úti í heimi og rukka eingöngu fyrir það sem viðskiptavinurinn notar. Rukka síðan aukalega fyrir aukaþjónustu. Horfa þarf á flugflota og sætanýtingu sem er gríðarlega mikilvægt til að lækka flugrekstrarkostnað. Það eru fullt af atriðum sem hvorki ég né neinn annar hérlendis hafði fullan skilning á. Enda má segja að flugheimurinn hafi breyst gríðarlega mikið á síðustu tíu árum. Það er magnað að sjá að hin almenna trú, samanber að fólk hélt ég væri galinn þegar við fórum af stað er að flug hefur vaxið jafnt og stöðugt þegar kemur að fjölda ferðamanna.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Skúli Mogensen Wow Air