*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 16. október 2016 15:04

Skurðpunktur í leigunni

Sigurður Pálsson, rafbókasérfræðingur, telur það myndast ákveðinn skurðpunktur í því að leigja rafbækur í stað þess að kaupa þær og selja seinna.

Pétur Gunnarsson
Til að mynda væri hægt að lesa rafbækur á iPad.
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Pálsson tekur þátt í rafbókavæðingu háskólastigsins í samstarfi við vefversluninni Heimkaup.is. Þar er bæði hægt að kaupa og leigja fjölmargar bækur.

Nú er hægt að nálgast um 650 titla á vefsíðu Heimkaupa, þar sem bæði er hægt að kaupa og leigja ákveðnar bækur. Mikill sóknarhugur er í Sigurði sem sér fyrir sér mikla grósku í þessum málum.

Sigurður segir meðal annars ákveðinn skurðpunkt myndast með bókaleigunni. Nemendur sjái því einfaldlega hag sinn í því að leigja bækur til 6 eða 12 mánaða í stað þess að eiga þær. „Svo það er að myndast þessi skurðpunktur varðandi rafbókina. Þú sérð ekki ávinninginn í því að kaupa þér nýja bók og selja hana svo, heldur leigirðu hana sem rafbók í stað þess að kaupa þér hana og selja hana aftur. Nemendur eru oft hrifnari af því.“

Hvernig les fólk bækurnar helst?

„Það er líklega mest í raftölvum og í fartölvum. Vandinn er sá að það eru tvö form sem hafa verið notuð. Það er annars vegar pdf, sem virðist virka ágætlega. Svo er komin ný útgáfa af þessum staðli sem heitir E-Pub3. Hann á að vera með ákveðna gagnvirkni. En vandamálið er það að þar þarf svo mikið gagnamagn, vegna þess að skrárnar bjóða upp á bæði hljóð og mynd. Þetta skráarsnið er þó enn í þróun.“

Hegðun sem dreifir sér yfir í annað

„Það eru meiri líkur en minni en að þetta endi þannig að nemendur hafi bara beinan aðgang að námsefni. En eins og staðan er í dag, þá er það þannig að erlendir aðilar hafa áhuga því að ræða við okkur um að selja bækurnar í Svíþjóð. Í augnablikinu er þetta ekki hægt, en það væri mjög gaman ef við gætum selt bæði í Skandinavíu og hér heima,“ segir Sigurður.

„Það eru fleiri og fleiri að bjóða upp á rafrænt efni. Það er komin ákveðin hegðun sem dreifir sér yfir á annað. Þetta er tæknin. Þessi stafræna þróun er ekki enn búin að hafa þessi áhrif enn,“ segir Sigurður að lokum. Hann stefnir nú að því að ræða við fleiri útgefendur til að auka úrval titla hjá Heimkaupum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.