Nýja baðlónið, sem stendur til að muni opna vorið 2021, hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 4 milljarðar króna og eru framkvæmdir vel á leið, frá þessu er sagt í fréttatilkynningu.

Áætlaður framkvæmdakostnaður sem settur var fram í desember 2019 hefur því haldist en nú er einnig vitað að baðlónið verður með 70 metra löngum óendanleikakanti.

Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf. og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland.

Framkvæmdarstjóri verkefnisins er Dagný Pétursdóttir, fyrrum framkvæmdarstjóri Bláa Lónsins til 10 ára.