British Standards Institution (BSI) hefur staðfest vottun Skyggnis um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi til næstu þriggja ára samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2005. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Skyggnir ehf. er tækni- og rekstrarþjónustufyrirtæki Nýherjasamstæðunnar. Félagið sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu, viðhaldi og rekstri upplýsingatæknilausna. Hjá Skyggni starfa um 160 manns. „Friðrik Þ. Snorrason framkvæmdastjóri Skyggnis segir að vottun BSI sé mikilvægur þáttur fyrir starfsemi Skyggnis, sem leggi áherslu á að vera í fararbroddi í rekstri, viðhaldi og uppbyggingu upplýsingakerfa. "Vottunin staðfestir að trúnaður, heilindi og aðgengi að upplýsingakerfum séu tryggð. Jafnframt er tryggt að upplýsingar séu aðeins aðgengilegar þeim sem hafa aðgangsheimildir. Þá eru allir rekstrarþættir, sem snúa að stjórn öryggismála, skjalfestir og fylgja gildandi lögum og reglugerðum er varða rekstur fyrirtækisins,” segir Friðrik Þ. Snorrason framkvæmdastjóri Skyggnis um vottun BSI,“ segir í tilkynningu.