Kristín Jóhannsdóttir almannatengill stofnaði á dögunum fyrirtækið Apríl almannatengsl. Kristín hefur starfað sem samskipta- og markaðsstjóri Kauphallarinnar síðustu ár en í samtali við Viðskiptablaðið segir Kristín að henni hafi þótt tími til kominn að prófa að vera með sitt eigið fyrirtæki. Kristín er eini starfsmaður fyrirtækisins til að byrja með en er þó í samstarfi við ráðgjafa á ýmsum sviðum. Hún mun áfram sinna ráðgjöf fyrir Nasdaq.

Ég er tiltölulega opin fyrir öllum áhugaverðum verkefnum,“ segir Kristín spurð um hvaða hópa viðskiptavina hún hafi áhuga á að sinna. Það sé ljóst að hún hafi mikla reynslu af kauphallarstarfsemi, bæði hérlendis og erlendis. Hún tilgreinir fyrirtæki sem eru á leið­ inni á hlutabréfamarkað og ýmiss konar nýsköpunarfyrirtæki sem áhugaverða viðskiptavini. Fyrirtæki sem eru á leiðinni á markað séu spennandi verkefni enda verði ýmsar breytingar þegar fyrirtæki eru skráð á markað og að starfsmenn þurfi að vera vel meðvitaðir um þessar breytingar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .