Íslenskum lífeyrissjóðum ber skylda til að fjárfesta í erlendum eignum. Þetta kom fram í erindi Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem hann hélt á aðalfundi Landsamtaka lífeyrissjóðanna á Grand Hótel í dag. Ásgeir styðst við svokallað lífshlaupslíkan en samkvæmt því þurfa lífeyrissjóðir að fjárfesta í erlendum eignum til þess að koma til móts við sveiflur í frjósemi þjóðarinnar.

VB Sjónvarp ræddi við Ásgeir.