Helstu laxveiðiár landsins eru að opna hver af annarri þetta sumarið og veiðimenn spenntir fyrir komandi veiðisumri. Fyrirferðaminni hluti laxveiðinnar er gisting og matur en kostnaðurinn við þennan hluta veiðinnar getur numið nokkrum tugum þúsunda í tveggja til þriggja daga veiði. Í flestum helstu laxveiðiám landsins er fæðisskylda þannig að kostnaðurinn sem bætist við kaup á veiðileyfum er ekki flúinn.

Þessar helstu laxveiðiár eiga það einnig sameiginlegt að erlendir ferðamenn veiða þar helst.

Kræsingar

Fæðisgjald í laxveiðiám
Fæðisgjald í laxveiðiám
Í veiðihúsum er almennt boðið upp á framúrskarandi mat og vel útilátinn. Innifalið í fæðisgjaldinu eru nokkrar máltíðir, morgunverður, oftast hlaðborð, hádegisverður, kaffi og kvöldverður, tví- eða þrírétta. Einnig gefst veiðimönnum kostur á að fá nesti með sér í veiðina ef óskað er eftir. Viðmælendur Viðskiptablaðsins eru almennt sammála um að maturinn sem boðið er upp á í veiðihúsum sé góður og vel sé gert við veiðimenn og líkja sumir veitingunum við fyrsta f lokks veitingahús hér á landi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.