Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að félagið Aurláki ehf. sé skylt að greiða þrotabúi Milestone 970 milljónir króna.

Málið snerist um sölu á Lyf og heilsu út úr Milestone til Aurláka árið 2008. Forsvarsmenn þrotabúsins töldu að Milestone hefði ekki greitt fulla greiðslu fyrir Lyf og heilsu og stefndi því Aurláka vegna kaupanna.

Karl Wernersson er eigandi Aurláka en á sínum tíma var Milestone einnig í eigu hans og bróður hans Steingríms Wernerssonar. Karl fékk árið 2016 eins og hálfs árs fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir umboðssvik og bókhaldsbort.