Nasaq kauphöllin í New York hyggst setja á reglur sem kveða á um að skráð fyrirtæki þurfi að hafa að minnsta kosti tvö fjölbreytnifulltrúa (e. diversity managers) eða í það minnsta gefa frá sér skýringar af hverju þessi stöðugildi séu ekki innan fyrirtækjanna. BBC segir frá.

Fulltrúastöðurnar eiga að skipa að minnsta kosti eina konu og annan einstakling sem tilheyrir minnihlutahópi eða LGBTQ+ hreyfingunni. Einnig þurfa fyrirtæki að birta tölfræði um fjölbreytileika í stjórnum sínum. Fyrirhuguðu reglurnar kemur í kjölfar gagnrýnni á skorti á fjölbreytni í bandarísku viðskiptalífi.

Samkvæmt rannsókn Nasdaq frá síðasta ári þá hefði 75% skráðra fyrirtækja ekki uppfyllt nýju skilyrðin.
Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) samþykkti fyrirhuguðu reglurnar á föstudaginn síðasta. „Reglurnar munu gefa fjárfestum betri sýn á nálgun skráðra fyrirtækja hjá Nasdaq á fjölbreytileika í stjórnum,“ er haft eftir Gary Gensler, stjórnarformanni SEC.

„Þessar reglur endurspegla óskir fjárfesta um aukið gegnsæi um fólkið sem leiðir skráð fyrirtæki og stór hluti umsagna studdi tillöguna," sagði Gensler.

Ekki er þó einhugur um reglurnar en tveir Repúblikanar sem sitja í stjórn SEC kusu gegn tillögunni, annar hafnaði henni alfarið en hinn samþykkti aðeins hluta hennar.