Nú geta danskar konur fengið skyndilán fyrir fegrunaraðgerðum og þurfa því ekki að leggja fyrir í mörg ár áður en þær leggjast undir hnífinn. Þetta kemur fram á vef Politiken.

Fyrirtækið Dan-Aktiv svarar lánafyrirspurnum á innan við 15 mínútum sem þeir segja að bankarnir oft neita. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta gefa fleirum möguleika á að fara í slíkar aðgerðir þrátt fyrir að fólk eigi ekki efni á þeim.

Margar konur fara í brjóstaaðgerðir og er Dan-Aktiv nú í samstarfi við flest einkarekin sjúkrahús í Danmörku. Brjóstaaðgerðir kosta venjulega í kringum 30.000 danskar krónur eða tæpar 600.000 íslenskar krónur. Lánið hjá Dan-Aktiv er lán til fimm ára og endar þá í tæpum 43.000 dönskum krónum eða 860.000 krónum.